top of page
Raflagnahönnun, rafhönnun, raflagnateikningar, lýsingarhönnun
Raflagnahönnun og rafhönnun
Rafbílahleðsla

Rafbílar eru klárlega framtíðar farartæki um allan heim. Þótt rekja megi sögu rafbíla til ársins 1837 er enn langt í land að slíkir bílar verði heilstu samgöngutæki okkar. Í gegnum tíðina hafa komið upp nokkur tímabil þar sem vonir stóðu til að rafbílavæðing var að verða að veruleika. Það er helst í dag sem veruleg merki eru á lofti um að slík breyting sé að eiga sér stað. Þar sem meðalaldur bíla á íslandi er um 10-11 ár og líftími þeirra í kringum 20 ár má búast við að það taki allt að 40-50 ár að rafbílavæða landið. En til þess að svo verði þarf að tryggja að gott aðgengi að rafhleðslustöðvum sé fyrir hendi og bílarnir séu á samkeppnishæfu verði.

Rafbílavæðing, fyrirlestrar, sjá nánar RAFBILAR.

IcePatent ehf. rafhönnun annast raflagnahönnun og lýsingarhönnun mannvirkja. 

Lágspennulagnir ( 230V / 400V) , smáspennulagnir (boðlagnir) s.s. símalagnir, tölvulagnir, loftnetslagnir, gervihnattadiskalagnir, dyrasímalagnir, aðgangskortakerfislagnir, innbrotaviðvörunarkerfislagnir, öryggismyndavélakerfislagnir og hljóðkerfislagnir.

Raflagnir í forsteyptar einingar.

Sjá nánar RAFHÖNNUN.

bottom of page